Verndunaráætlun fyrir Surtabrandsgil

12 milljón ára gamlir steingervingar finnast í Surtarbrandsgili

Búið er að vinna tillögu að stjórnunar- og verndunaráætlun fyrir náttúrvættið Surtabrandsgil á Barðaströnd. Tillagan er unnin af fulltrúum Vesturbyggðar, ábúenda á Brjánslæk  og Umhverfisstofnunar. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og var markmiðið með friðlýsingunni að vernda surtarbrand og leirlög þar sem er að finna steingerðar leifar gróðurs tegundaríkustu skóga sem fundist hafa í jarðlögum hér á landi og klæddu landið fyrir um 12 milljónum ára. Undanfarin ár hefur ferðamannastraumur aukist á svæðinu og er svæðið nú á appelsínugulum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Helsta ógn Surtarbrandsgils er brottnám steingervinga úr gilinu.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Surtarbrandsgil er ætlað að vera stefnumótandi skjal og unnið í samvinnu við sveitarfélag og ábúendur á ríkisjörðinni Brjánslæk, er hún hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Surtarbrandsgils og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt aðgerðaráætlun til 5 ára.

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 23. mars 2017.

Hér má nálgast tillöguna

smari@bb.is

DEILA