Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar meiri en nokkru sinni

Fjölgun erlendra ferðamanna í byrjun árs þykir gefa vonir um að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði meiri í ár en nokkru sinni. Í farþegaspá Isavia fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir 24,7% fjölgun erlendra ferðamanna milli ára. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins. Gangi sú spá eftir mun heildarfjöldi erlendra brottfararfarþega verða um 2.241 þúsund, eða sem nemur 79,9% af heildarfjöldanum. Áætlað er að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði um 564 milljarðar króna árið 2017, samkvæmt spá greiningardeildar Landsbankans. Til samanburðar voru þær 369 milljaðar 2015. Spáin var 477 milljarðar fyrir 2016, en nákvæmni hennar á eftir að staðfesta.

smari@bb.is

DEILA