Taka þátt í 112 deginum

Lögreglan á Vestfjörðum, Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélag Ísafjarðar taka þátt í 112 deginum sem verður haldinn um allt land og verða til taks við Menntaskólann á Ísafirði milli kl 14 og 16 á morgun. Tæki þessara mikilvægu viðbragðsaðila verða til sýnis og hægt er að fræðast um starfsemina. „Það er hlutverk okkar að bregðast við beiðnum frá neyðarnúmerinu 112 og því langar okkur að kynna hvaða tækjakostur er hér á svæðinu og sérstaklega er unga kynslóðin boðin velkomin. Við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í tilkynningu.

smari@bb.is

DEILA