Stefnumótunarvinnu í fiskeldi ljúki sem fyrst

Þorgerður Katrín og fylgdarlið með bæjarstjórn Bolungarvíkur við Einarshús.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðeherra vonast til að stefnumótunarvinnu í fiskeldi sem fyrrverandi ráðherra boðaði í haust ljúki, sem fyrst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti starfsstöð sína tímabundið til Ísafjarðar, eða frá gærdeginum og fram á morgundaginn. Í gær heimsótti hún fyrirtæki og stofnanir í Bolungarvík og engan þarf að undra að fiskeldi bar á góma í viðræðum hennar við heimamenn. Ráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að stjórnvöld verði að vera tilbúin að bregðast við örri uppbyggingu í fiskeldi. „Ekki bara bregðast við heldur vera líka leiðandi og það hefur kannski skort á umliðnum árum. Þess vegna erum við líka að taka við okkur,“ sagði Þorgerður Katrín.

Hún telur að það sé áhugi í öllum flokkum á að vinna vel að fiskeldismálum og það verði gert þannig úr garði að það ríki stöðugleiki í greininni og tekið verði tillit til náttúru og umhverfis.

smari@bb.is

DEILA