Sjómenn og útvegsmenn funda í dag

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir sjómanna og útvegsmanna til fundar kl. 14 í dag. Síðasti fundur nefndanna var á föstudag fyrir viku og var hann árangurslaus með öllu. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir í samtali við blaðamanna mbl.is að hann telji jákvætt að menn ræði saman en hann viti ekki til þess að miklar breytingar hafi orðið á afstöðu deilenda til einstakra samningsatriða.

„Það er auðvitað fínt að menn tali sam­an en eft­ir því sem ég best veit eru okk­ar menn enn harðir á þeim atriðum sem hafa ekki fengið hljóm­grunn hingað til,“ sagði Val­mund­ur.

smari@bb.is

DEILA