Nýskráningum og gjaldþrotum fjölgar

Ný­skrán­ing­ar einka­hluta­fé­laga í des­em­ber voru 200 en á síðasta ári fjölgaði ný­skrán­ing­um einka­hluta­fé­laga um 13% milli ára. Alls voru 2.666 ný einka­hluta­fé­lög skráð á ár­inu, borið sam­an við 2.368 árið 2015. Hlut­falls­leg fjölg­un ný­skrán­inga var mest í leigu­starf­semi og ým­issi sér­hæfðri þjón­ustu, þar sem þeim fjölgaði úr 176 í 272, eða um 55% frá fyrra ári. Einnig má nefna að ný­skrán­ing­um í flutn­ing­um og geymslu fjölgaði árið 2016 úr 46 í 60 eða um 30%. Ný­skrán­ing­um fækkaði í rekstri gisti­staða og veiting­a­rekstri um 5% frá fyrra ári, þ.e. úr 169 í 161.

Í des­em­ber 2016 voru 29 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta. Gjaldþrota­beiðnum fyr­ir­tækja árið 2016 fjölgaði um 75% frá fyrra ári. Alls voru 1.027 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta á ár­inu, borið sam­an við 588 árið 2015. Á vef Hagstofunnar segir um fjölgun gjaldþrota: „Í þessu sam­hengi má nefna að vegna verk­falls lög­fræðinga sem stóð frá apríl til des­em­ber 2015 má vera að ein­hver hluti þeirra gjaldþrota sem skráð voru árið 2016 hafi í raun átt sér stað 2015, en erfitt er að leggja mat á hversu stór part­ur af aukn­ing­unni milli ára ligg­ur í þeirri skýr­ingu.“

smari@bb.is

DEILA