Nemendum boðið á leikinn í kvöld

Í morgun sögum við frá mikilvægum körfuboltaleik Vestra í kvöld er liðið mætir Hamri á Torfnesi.

Öllum nemendum 7.-10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum er sérstaklega boðið á leikinn. Tilefnið er að piltar á þessu aldursbili urðu bikarmeistarar KKÍ um síðustu helgi. Leikmenn meistaraflokks og Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari hafa kíkt í heimsókn í nokkra grunnskóla á svæðinu í dag og í gær og boðið þessa krakka sérstaklega velkomna á leikinn og vonumst við til að sem flestir mæti og styðji við bakið á meistaraflokki. Rétt er að geta þess að grunnskólanemendur fá alltaf frítt inn á heimaleiki Vestra. Strákarnir í 9. flokki koma svo fram í hálfleik og hampa bikarnum góða.

bryndis@bb.is

DEILA