MÍ lagði ML í Morfís

MÍ vann sér sæti í undanúrslitum MORFÍS er ræðulið Menntaskólans á Ísafirði lagði lið Menntaskólans að Laugarvatni að velli í æsispennandi keppni í 8.liða úrslitum MORFÍS ræðukeppninnar sem fram fór í Gryfju MÍ í gærkvöldi. Liðin tókust hart á um leti, þar sem MÍ-ingar töluðu með þeirri höfuðsynd en ML á móti.

Heildarstig voru 2.759 (sem er mjög gott) – munurinn á liðunum var bara 39 stig (sem er mjög lítið) – Ingunn Rós, ræðumaður kvöldsins fékk 535 stig. Engin refstig voru – þar sem allir keppendur voru innan tímamarka. Nýttu tímann mjög vel því flestir töluðu í 3:55-4:00 mín en ramminn er (hjá öllum nema fyrri ræðum frummælenda) 3-4 mín

Ræðulið MÍ skipa þau Hákon Ernir Hrafnsson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Veturliði Snær Gylfason og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson og sýndu þau öll vaska framgöngu í gærkvöldi og fumlaust mál, fremst í flokki var þó Ingunn Rós sem valin var ræðumaður kvöldsins.

Þjálfari ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði er Sólveig Rán Stefánsdóttir.

annska@bb.is

DEILA