Litla stund hjá Hansa tilnefnd til Edduverðlauna

Skjáskot úr myndinni

Stuttmyndin Litla stund hjá Hansa eftir Flateyringinn Eyþór Jóvinsson er tilnefnd til Edduverðlaunanna í flokki stuttmynda, en þrjár myndir eru tilnefndar þar: Litla Stund hjá Hansa, sem framleidd er af Eyþóri og framleiðslufyrirtækinu Arcus, Leyndamál sem er framleiðsla Northern Vision, Jakobs Halldórssonar og Stellu Rín Bieltvedt og Ungar sem framleidd er að Askja films, Evu Sigurðardóttur og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur.

Litla stund hjá Hansa er gamansöm mynd sem byggir á smásögu eftir Þórarin Eldjárn en Eyþór skrifaði handritið auk þess að leikstýra myndinni. Með aðalhlutverk fer Sveinn Ólafur Gunnarsson og með önnur hlutverk fara þau Elísabet Thea Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson, Anna Hafþórsdóttir en auk þess kemur Már Guðmundsson seðlabankastjóri fram og leikur sjálfan sig.

Edduhátíðin 2017 verður haldin sunnudaginn 26. febrúar á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og sýnd beint á RÚV.

annska@bb.is

DEILA