Háskólanámsferðir og áhrif þeirra í Vísindaportinu

Hér má sjá Back Hale ásamt nemendum í vettvangsferð á hans vegum í Þýskalandi. Mynd: uw.is

Í Vísindaporti vikunnar hjá Háskólasetri Vestfjarða fjallar Brack Hale, prófessor í umhverfisfræði við Franklin University í Sviss, um rannsóknarverkefni sitt þar sem hann kannar áhrif háskólanámsferða erlendis á umhverfi. Á síðustu áratugum hafa tvær stefnur verið að ryðja sér mjög til rúms í æðri menntastofnunum víða um heim; annarsvegar er það sjálfbærni, þar sem unnið er að því að gera jafnt háskólaumhverfi sem námsefni umhverfisvænna, hinsvegar eru það námsferðir, þ.e. námskeið þar sem nemendur ferðast til annarra landa, en þeim fjölgar stöðugt. Því miður hafa þessar stefnur fest sig í sessi óháðar hvor annarri. Kannanir benda til þess nemendur njóti góðs af slíkum ferðum til langs tíma en ekki er ljóst hvaða áhrif heimsóknirnar hafa á áfangastaðina og umhverfi þeirra.  Brack tekur Vestfirði sem dæmi í rannsóknarverkefni sínu til að skilja betur áhrif slíkra ferða á umhverfið.

Brack Hale er um þessar mundir í rannsóknarleyfi við Háskólasetur Vestfjarða. Hann er dósent í umhverfisfræði við Franklin University í Sviss þar sem hann er einnig forstöðumaður Sjálfbærnimiðstöðvarinnar við skólann. Hann kemur regulega með nemandahópa frá Franklin til Íslands og Vestfjarða.  Brack lauk M.E.M. frá Nicholas School of Environment við Duke University í Bandaríkjunum og hann er með doktorspróf frá Nelson Institute for Environmental Studies við University of Wisconsin-Madison.

Vísindaportið öllum opið og stendur frá 12.10-13.00. Að þessu sinni fer fyrirlesturinn fram á ensku.

annska@bb.is

DEILA