Flugi aflýst í dag

Ekkert er flogið frá Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið vegna þess mikla hvassviðris sem geisar. Búið er að aflýsa bæði morgunflugi sem og síðdegisflugi til Ísafjarðar, en næsta athugun fyrir flug til Akureyrar og Egilsstaða er í athugun klukkan 14:15.

Óveðurslægðin krappa fer hratt hjá skammt fyrir vestan land fyrir og um hádegi. Það hvessir verulega suðvestan- og vestanlands upp úr klukkan 9 og  nær hámarki um hádegi. Reikna má við veðurhæð 23-30 m/s og hviður verða staðbundið allt að 40-50 m/s.  Vestan til á Norðurlandi, allt norður í Skagafjörð  verður einnig foráttuhvasst og verður í hámarki þar á milli kl. 11 og 14.

Á vef vegagerðarinnar er sérstaklega er varað við aðstæðum á Reykjanesbraut á milli kl. 09 og 12, þar sem vindur  þvert á veginn verður 22-25 m/s með hviðum 35 m/s. Slagveðursrigning á sama tíma og vatn í hjólförum.

annska@bb.is

DEILA