Fengu blóðtökustól að gjöf

Rósa Kolbrún Ástvaldsdóttir vígir stólinn. Mynd af Fésbókarsíðu HVEST á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði fékk á dögunum blóðtökustól að gjöf frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar og Kvenfélagsins Sifjar. Gjöfin kemur skjólstæðingum stofnunarinnar að góðum notum og  á meðfylgjandi mynd má sjá er Rósa Kolbrún Ástvaldsdóttir vígði stólinn. Heilbrigðisstofnuninni berast reglulega góðar gjafir, líkt og hjúkrunarrúmið sem Stöndum saman Vestfirðir færði henni fyrir skemmstu og fjallað var um. Þá færði Vélsmiðjan Logi stofnunni vatnsvél. Á síðasta ári fékk HVEST á Patreksfirði einnig seglalyftara frá kvenfélögunum á Suðurfjörðum, Lionsmenn á Patreksfirði voru þá einnig örlátir við stofnunina og gáfu loftdýnu og Slysavarnafélagið Unnur á Patreksfirði gaf sogtæki.

annska@bb.is

DEILA