Éljagangur í dag

Veður á Vestfjörðum hefur verið sérlega gott það sem af er febrúarmánuði og með slíkum hætti að íbúum bregður í brún að ganga um marauðar götur dag eftir dag, og ekki sé nú talað um að hafa á stundum geta keyrt um snjólausar heiðar. Veðrið verður ekki til vandræða í dag og á morgun er Veðurstofa Íslands spáir suðaustan 5-10 m/s og éljum og hægviðri lengst af á morgun. Ekki verður allt autt þó og frost verður á bilinu 0 til 4 stig. Á föstudag má búast við vaxandi suðaustanátt og éljum á landinu, en þurru og björtu fram eftir degi norðanlands. Þá hlýnar í veðri og má búast við suðaustan stormur og talsverð rigning eða slydda um kvöldið, en snjókoma til landsins.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum.  Þungfært er úr Bjarnarfirði á Ströndum norður í Árneshrepp.

annska@bb.is

DEILA