Deilt um þjóðerni eldislaxins

Það er ótækt að laxeldisfyrirtæki markaðsetji afurðir sínar sem íslenskar þar sem eldislaxinn sé ekki af íslenskum uppruna heldur norskum. Þetta segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Hreggnasa Angling Club og einn ódeigasti baráttumaður gegn sjókvíaeldi á Íslandi. „Hingað er komið norskt sjókvíaeldisfyrirtæki, elur upp norskan lax í sjókvíum og selur hann og markaðssetur sem íslenskan. Meira að segja er íslenskur fáni settur á vöruna í Asíu og á Indlandi,“ segir Haraldur í Fréttblaðinu í dag og bendir á að íslenskur lax hafi í áratugi verið markaðssettur erlendis með þeirri ímynd að þar fari hreina afurð úr villtri íslenskri náttúru.

Kristian B. Matthíasson, forstjóri Arnarlax, er Haraldi ósammála. „Þetta er í grunninn lax sem var fluttur til Íslands fyrir tveimur áratugum. Við kaupum hann frá innlendu fyrirtæki og köllum hann íslenskan lax. Þeir sem eru síðan á móti laxeldinu segja að hann sé norskur lax,“ segir Kristian.

smari@bb.is

DEILA