Arnarlax metið á 16 milljarða

Trygg­inga­miðstöðin hf. hef­ur selt 3,0% hlut í Kvit­hol­men, sem á 100% eign­ar­hlut í fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi hf., fyr­ir 35,7 millj­ón­ir norskra króna eða því sem nem­ur 473 millj­ón­um króna. TM átti fyr­ir viðskipt­in 7,4% eign­ar­hlut í Kvit­hol­men og því jafn­gilda þessi viðskipti að eign­ar­hlut­ur TM sé met­inn á 89,1 millj­ón norskra króna eða 1.177 millj­ón­ir króna. Sé miðað við kaupverðið má áætla að Arnarlax sé metið á hátt í 16 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins standa að baki kaupunum nokkrir norskir fagfjárfestar.

Arnarlax hefur verið í miklum vexti frá því fyrirtækið var stofnað á Bíldudal árið 2009 og í fyrra eignaðist fyrirtækið Fjarðalax hf. samhliða því sem norska stórfyrirtækið Salmar varð kjölfestufjárfestir í fyrirtækinu.

smari@bb.is

 

DEILA