Albert í sprettgöngu HM í dag

Albert í brautinni.

Ísfirski gönguskíðakappinn Albert Jónsson er nú staddur í Lahti í Finnlandi þar sem hann tekur þátt í HM í skíðagöngu. Í gær fóru fram undankeppnir og í flokki karla þar sem 10 komust áfram máttu íslensku keppendurnir þrír, sem auk Alberts eru þeir Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson bíta í það súra epli að komast ekki áfram, en Albert, sem er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti var í 18.sæti. Eini keppandi Íslands í kvennaflokki, Elsa Guðrún Jónsdóttir gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði undakeppni kvenna með yfirburðum. Í dag verður keppt í sprettgöngu og hefst keppni klukkan 15 að staðartíma eða 13 að íslenskum tíma þar sem Íslendingarnir fjórir keppa allir, Elsa Guðrún ræsir númer 67, Sævar nr. 89, Albert nr. 107 og Brynjar Leó nr. 114.

annska@bb.is

DEILA