90 prósent aflasamdráttur

Fiskafli íslenskra skipa í janúar  var 7.610 tonn og dróst saman um 90 prósent frá því í janúar 2016 – enda hefur sjómannaverkfall staðið yfir frá því um miðjan desember. Sjómenn á smábátum eru ekki í verkfalli og veiddu þeir um 94 prósent aflans. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Á tólf mánaða tímabili, frá febrúar 2016 til janúar 2017, dróst  heildarafli fiskiskipaflotans saman um 295 þúsund tonn eða 23 prósent samanborið við sama tímabil árið áður.

Þar munar mestu um uppsjávarafla sem hefur dregist saman um 34 prósent á tímabilinu sem um ræðir. Þar hefur veiði á loðnu til að mynda dregist saman um 68 prósent og veiðar á kolmuna um 33 prósent.

smari@bb.is

DEILA