Viðlegustöpull í útboð

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur boðið út gerð viðlegustöpuls á Mávagarði á Ísafirði. Stór olíuflutningaskip hafa átt örðugt með að liggja við Mávagarð í vissum vindáttum þar sem hætta er á að skutur skipanna reki upp í grjótgarðinn. Allt frá því að hafnarmannvirkið á Mávagarði var tekið í notkun hefur hafnarstjórn lagt þunga áherslu á að leysa þetta brýna vandamál.  Tilboð verða opnuð 31. janúar og verklok skulu vera 1. Júlí 2017.

smari@bb.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!