Verkfall hefst á morgun

Farþegar í áætluðu inn­an­lands­flugi Flug­fé­lags Íslands næstu þrjá daga hafa verið látn­ir vita af þeim mögu­leika, að verk­fall Flugfreyjufélags Íslands geti skollið á í fyrra­málið. Þetta seg­ir Árni Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, í sam­tali við mbl.is.

Hafa farþeg­arn­ir ým­ist verið látn­ir vita með texta­skila­boðum í síma eða tölvu­pósti, eft­ir þeim upp­lýs­ing­um sem þeir gáfu upp við bók­un.

„Við höf­um und­ir­búið okk­ar farþega og látið þá vita af þess­um mögu­leika, og boðið þeim val­kosti til að bregðast við þessu,“ er haft eftir Árna.

Allt flug Flugfélags Íslands felur niður klukkan sex í fyrramálið ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Samkvæmt verkfallsboðun Flugfreyjufélagsins þá er einnig gert ráð fyr­ir ótíma­bundnu verk­falli, sem hefjast mun klukk­an sex að morgni sjötta fe­brú­ar.

smari@bb.is

DEILA