Sykurát minnkað um 10 kíló

Sykurmassakökur.

Sykurát á Íslandi hefur minnkað um tíu kíló á mann á hálfri öld. Á sama tíma hefur ofþyngd aukist. Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins um sykurát Íslendinga.

Gosdrykkjaþamb og sælgætisát hafi aukist. Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, segir sykurneyslu Íslendinga vera samfélagslegt mál. Þessi mikla neysla á gosdrykkjum skaði heilsufar Íslendinga og það þurfi öll þjóðin að kljást við.

Þá kom fram í Kastljósi í gærkvöldi að Sigríður Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, telur nauðsynlegt að taka upp sykurskatt. Á Íslandi sé gosdrykkja 149 lítrar per íbúa en 45,5 lítrar per íbúa þar sem gosdrykkja er minnst, í Finnlandi.

brynja@bb.is

DEILA