Söfnun vegna flóða

Gríðarlegar rigningar eru nú víðsvegar í Tælandi og flæða ár og vötn yfir bakka sína. Þetta eru mannskæð flóð en að minnsta 18 manns hafa látið lífið í flóðunum og þúsundir þorpa eru að mestu undir vatni. Samkvæmt frétt á Vísir.is í gær hefur skólastarf 1500 skóla raskast en flóðin eru talin hafa raskað lífi nærri milljón manns í tíu fylkjum í landinu og útlit fyrir að ekki stytti upp fyrr en á morgun. Herinn hefur verið kallaður út til að hjálpa fólki að flýja flóðin og færa þeim mat sem eru innlyksa.

Laddawan Dagbjartsson íbúi og kennari í Bolungarvík rennur blóðið til skyldunnar og mun næstkomandi laugardag frá klukkan 12:00 – 14:00 vera með matsölu og skemmtun til að afla fjár, afrakstur dagsins fer til stuðnings bágstaddra vegna flóðanna í Tælandi.

bryndis@bb.is

DEILA