Samkomulag að nást við hestamenn

Hestamenn stefna á að byggja reiðskemmu á þessu ári. Mynd úr safni.

Ísafjarðarbær og hestamannafélagið Hending hafa gert með sér samingsdrög  vegna greiðslu bóta fyrir aðstöðumissi félagsins vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Bæjastjórn Ísafjarðarbæjar tekur afstöðu til samningsins á morgun. Hending hefur fallist á samingsdrögin og Marinó Hákonarson, formaður Hendingar, segir að þó svo að undirritað samningur liggi ekki fyrir, þá telji hann fullvíst að menn séu landa samningi. „Þetta verður leyst úr þessi. Það er verið að vinna þetta sameiginlega í staðinn fyrir að vera eins og hundar og kettir, það er stóri munurinn. Bærinn settist niður með okkur með fullan vilja til að leysa málið,“ segir Marinó.

Aðspurður hversu miklar bætur Hending fær segir Marinó að það sé hægt að líta á það frá ýmsum hliðum. „Það er hægt að tala um 50 til 60 milljónir, en eftir því hvernig þú setur þetta á vogarskálarnar þá er hægt að fá út hærri eða lægri upphæð. Aðalatriðið er að með samkomulaginu náum við að byggja upp sómasamlega aðstöðu í Engidal sem verður bæði eign Ísafjarðarbæjar og Hendingar. Þó það sé verið að leggja pening í þetta þá er ekki hægt að segja að hestamenn fái þá peninga.“

Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að reisa reiðskemmu strax á þessu ári.

„Menn eiga að vera stoltir af því að lending sé að nást, bæði bærinn og hestamenn,“ segir Marinó Hákonarson, formaður Hendingar.

smari@bb.is

DEILA