Safna fyrir hjartastuðtækjum

Í síðustu söfnun var safnað fyrir sjúkrarúmi á HVEST á Patreksfirði sem afhent var í desembermánuði

Samskotasjóðurinn Stöndum saman Vestfirðir hefur hleypt af stokkunum næstu söfnun sinni og í þetta sinn verður safnað fyrir þremur hjartastuðtækjum. Tækin fara í lögreglubíla á Vestfjörðum, eitt á Hólmavík, annað á Patreksfjörð og Ísafjörð. Á þeim stöðum eru tveir lögreglubílar á hverri stöð en aðeins er hjartastuðtæki í öðrum bílnum. Aðstandendur söfnunarinnar segja aukið öryggi skapast við að hafa alla bíla útbúna hjartastuðtækjum, sem nýtist Vestfirðingum öllum og gestum þeirra.

Þetta er þriðja söfnun sjóðsins, en fyrst var safnað fyrir tækjum fyrir HVEST á Ísafirði og svo safnað fyrir sjúkrarúmi fyrir HVEST á Patreksfirði. Minna aðstandendur á að margt smátt gerir eitt stórt og við höfum fulla trú á því að við getum þetta þegar við stöndum öll saman.

Fyrir áhugasama um að leggja söfnuninni lið eru reikningsupplýsingar félagsins eftirfarandi: Kt. 410216-0190 Banki 156-26-216

annska@bb.is

DEILA