Sætabrauð úr Gamla fæst í Reykjavík

Gamla bakaríið á Ísafirði Mynd af facebook síðu bakarísins

Sælkerar sem eiga rætur sínar að rekja til Ísafjarðar og nágrennis en eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu geta heldur betur tekið gleði sína. Í dag var gjört kunnugt að valdar vörur úr Gamla bakaríinu á Ísafirði verða til sölu í versluninni Rangá í Skipasundi í Reykjavík. Vörurnar koma á þriðjudögum og föstudögum. Verslunin Rangá er við Skipasund 56 og er búin að vera starfandi hátt í 85 ár, þar af tæp 45 ár í sömu fjölskyldu og er í dag rekin af Kristbjörgu Agnarsdóttir og fjölskyldu en fjölskyldan á rætur að rekja til Selárdals í Arnarfirði. Sérstaða Rangár er sala á vestfirskum harðfiski, lambakjöti frá Kópaskeri, vestfirskum hnoðmör og nú einnig brauði og sætabrauði frá Ísafirði.

smari@bb.is

DEILA