Reiknar með að ráða í janúar

Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, segist reikna með að ráðning í stöðu forstöðumanns ráðist í janúar. Staðan var auglýst fyrr í vetur en Smári lætur af störfum 1. mars næstkomandi.

Samkvæmt Smára kom stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar saman rétt fyrir jól, ræddi málin og fór yfir umsóknir. „Við hittust næst 10. janúar, þá veljum við væntanlega úr umsækjendahópnum sem við bjóðum svo í viðtal,” segir Smári.

Hann segir ekki vera búið að festa hvenær nýr forstöðumaður tæki við: „Það hefur engin dagsetning verið nefnd en ég hætti 1. mars og þá væri eðlilegast að nýr forstöðumaður taki til við þá en það yrði samkomulagsatriði.“

Eins og áður hefur komið fram sóttu 12 um starfið. Einn dró umsókn sína baka vegna þess að hann hafði ráðið sig í annað starf og einn óskaði eftir að nafn hans yrði ekki opinberað að svo stöddu.

Hinir 10 eru:

Andri Ragnar Guðjohnsen meistari í alþjóðaviðskiptum.

Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri.

Hilmar Þór Hafsteinsson, kennari.

Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi.

Marthen Elvar Veigarsson Olsen, meistaranemi.

Óli Örn Atlason, frístunda- og forvarnarfulltrúi.

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndlistarmaður.

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.

Sædís María Jónatansdóttir, deildarstjóri.

Valgeir Ægir Ingólfsson, verkefnastjóri.

brynja@bb.is

DEILA