Nýir búvörusamningar taka gildi

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og rammasamningur milli bænda og stjórnvalda. Um er að ræða samninga um starfskilyrði í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju og rammasamning um almennan stuðning við landbúnað milli ríkis og bænda.

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur unnið að innleiðingu búvörusamninganna og rammasamningsins og tók samhliða þátt í reglugerðarvinnu sem fór fram á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um nánari útfærslu samninganna. Sú vinna hefur staðið yfir frá því breytingar á búvörulögum og búnaðarlögum voru samþykktar á Alþingi í september síðast liðnum. Reglugerðir í nautgriparækt hafa verið sameinaðar í eina, en voru áður þrjár talsins. Auk þess hafa allir viðaukar verið settir inn í reglugerðirnar sjálfar með kaflaskiptingu.

brynja@bb.is

DEILA