Minnast Jóns úr Vör á málþingi

Jón úr Vör

 

Vesturbyggð, Sögufélag Barðastrandarsýslu og Rithöfundasambandið standa fyrir málþingi 21. janúar 2017 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í tilefni aldarafmælis þorpsskáldsins Jóns úr Vör. Á þinginu verður ávarp frá Friðbjörgu Matthíasdóttur, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Andrea Harðardóttir flytur erindi um skáldið og Úlfar Thoroddsen segir frá umhverfinu á æskuárum skáldsins. Nemendur úr Patreksskóla flytja ljóð Jóns úr Vör og býður Vesturbyggð upp á kaffiveitingar í hléi. Fjallað verður um verkefni Hauks Más Sigurðarsonar um Jón úr Vör og þá les skáldið Eiríkur Örn Norðdahl upp ljóð. Fundarstjóri er Alda Davíðsdóttir

Þann 21.janúar fæddist Jón Jónsson sem síðar varð þekktur sem Jón úr Vör á Vatnseyri við Patreksfjörð. Jón flytur sem ungur maður og ver hann lengstum hluta ævi sinnar í Kópavogi. Æskustöðvarnar höfðu mikil áhrif á hann og fjallar hann um þær í einu af sínu þekktasta verki, Þorpinu. Jón var um dagana rithöfundur, ritstjóri, fornbókasali og bókavörður. Hann var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, sem hann tók þátt í að stofna. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og var meðal annars tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1986 fyrir bók sína Gott er að lifa.

Elfar Logi fjallaði í 2. tbl Bæjarins besta um Jón úr Vör.

annska@bb.is

DEILA