Matreiðsluvínið tekið úr sölu

Matreiðsluvín í hillum Samkaupa

 

Í frétt sem birtist á vef Bæjarins besta í gær var sagt frá matreiðsluvíni með háum áfengisstyrkleika sem selt var í verslun Samkaupa Úrvals á Ísafirði. Ingólfur Hallgrímsson verslunarstjóri segist ekki hafa fundið fyrir mikilli andstöðu við söluna á matreiðsluvíninu og engar kvartanir borist honum, en nokkuð var rætt um málið á samfélagsmiðlum þar sem fólk óttaðist að ungmenni nýttu sér þessa tegund áfengis og má segja sömu sögu af öðrum tímum um sama mál víðsvegar um landið. Þetta hefur þó reynst snúið það sem ekkert bannar sölu á slíkum varningi. Tekin hefur verið ákvörðun af verslunarstjóra Samkaupa Úrvals á Ísafirði í samráði við heildsala að matreiðsluvínið verði ekki lengur selt í versluninni.

annska@bb.is

DEILA