Kalt í dag en rignir á morgun

Það verður hægviðri og þurrt í veðri að mestu á Vestfjörðum frameftir degi, en norðaustan 3-8 m/s og dálítil snjókoma í kvöld. Kalt verður í veðri með frosti á bilinu 3 til 8 stig. Ekki varir þessi kuldi þó lengi þar sem veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir svæðið á morgun kveður á um suðaustan 8-15 m/s og rigningu með hita á bilinu 2 til 7 stig.

Á vegum á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja.

annska@bb.is

DEILA