Ísland fórnarlamb eigin velgengni

 

Ísland er fórnarlamb eigin velgengni, segir í úttekt breska dagblaðsins Independent á sex áfangastöðum sem ferðaþjónustan er að eyðileggja, eins og það er orðað í úttektinni.  Indenpendent vitnar í Justin Francis, framkvæmdastjóra Responsible Travel. Hann segir að ferðaþjónustan hafi endurreist efnahaginn á Íslandi eftir hrun en bendir á að stundum vaxi ferðaþjónustuna hraðar en innviðirnir. „Árið 2009 voru ferðamennirnir 250 þúsund og fyrra voru þeir 1,6 milljónir. Landið þolir ekki þennan fjölda,“ segir Francis og minnist á Gullna hringinn þar sem erfitt er fyrir ferðamenn að komast að.

Hann ráðleggur fólki að ferðast til óheðfbundnari staða á Íslandi. „Þú sérð ekki muninn á frægasta fossinum á Íslandi og þeim næstfrægasta, þeir eru alveg jafn magnaðir.“

Hann mælir einnig með að þeir sem hafi áhuga á Íslandi fari frekar til Svalbarða.

 

smari@bb.is

DEILA