Hvurra manna er Óttar Proppe

Óttar Proppe Mynd: Alþingi

Fyrst er innt eftir nafni en í kjölfarið eftir starfi og ætterni og ekki þykir okkur verra ef hægt er að tengja fyrirmenni vestur á firði. Það er skemmst að minnast fréttar um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir innanríkisráðherra ætti ættir sínar að rekja á Vestfirði. Nú hefur vefur Reykhólasveitar rakið ættir Óttars Proppe heilbrigðisráðherra og komið hefur í ljós að Pétur afi Óttars var bróðir Kalla á Kambi. En Kalli á Kambi var landpóstur á leiðinni milli Króksfjarðarness og Brjánslækjar 1931-1946 og 1946-1952. Og á Kambi býr enn Kalli á Kambi, barnabarn landpóstsins Karls Árnasonar

Nánar má fræðast og ættir og uppruna Óttars á vef Reykhólahrepps.

bryndis@bb.is

DEILA