Hvassviðri í nótt

Það verður hægt vaxandi austanátt á Vestfjörðum í dag og dregur úr frosti. Það bætir í vind þegar líður á daginn og seint í kvöld verður norðaustan 10-18 m/s og lítilsháttar snjókoma, en hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s og rigning eða slydda í nótt. Hægari og úrkomuminna á morgun, 5-13 m/s seint annað kvöld. Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig.

Hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum

annska@bb.is

DEILA