Engin undanþága frá verkfalli sjómanna

Sjómannasamband Íslands hefur hafnað ósk Hafrannsóknastofnunar um undanþágu frá sjómannaverkfalli til að fara í loðnuleit á fimm skipum. Útlit er fyrir að aðeins tvö rannsóknarskip stofnunarinnar og grænlenskt skip fari til leitar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag að HB Grandi hafi ákveðið að sækja ekki um undanþágu vegna leitarinnar. Tvö aflaskip áttu að gera forkönnun áður en tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, grænlenska skipið Polar Amaroq og tvö önnur íslensk skip færu í sjálfa leitina. Stofnunin sótti um undanþágu en því var hafnað í morgun.

„Það var fjallað um málið í samninganefnd Sjómannasambandsins núna fyrir hátíðar og síðast í morgun. Það var niðurstaðan að veita ekki þessa undanþágu, frá verkfallinu,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands.

brynja@bb.is

DEILA