Ekki kom til verkfalls

Ef að veður leyfir verður flogið á milli landshluta í dag og næstu daga, en útlit var fyrir að það gæti orðið röskun á flugi er fyrirhugað var að verkfall flugfreyja hæfist í dag og stæði fram á mánudag, hefði það haft áhrif á flugferðir um 1500 farþega. Á tólfta tímanum í gærkvöldi var skrifað undir kjarasamning á minni Flugfreyjufélags Íslands og Flugfélags Íslands og fer sá samningur í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum í næstu viku. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í rúmt ár og á þeim tíma í tvígang fellt kjarasamninga, en Sturla Bragason, formaður samninganefndar Flugfreyjufélagsins, segir í samtali við RÚV bjartsýnn á að nýi samningurinn verði samþykktur.

annska@bb.is

DEILA