Djúpið verður ekki teppalagt

Þorsteinn Másson

Þann 6. Janúar birtist frétt í Fréttatímanum með fyrirsögninni „Ísafjarðardjúp teppalagt með laxeldiskvíum“ og vísað í mynd úr skýrslu Arnarlax.

Hér er ákveðin misskilningur á ferðinni sem okkur er ljúft og skylt að leiðrétta.

Þegar Arnarlax sótti um leyfi til laxeldis í Ísafjarðardjúpi var sótt um svæði sem fyrirtækið hefur áhuga á að nota undir eldið. Næst er farið í rannsóknir á svæðinu og mikla gagnaöflun til að tryggja að eldiskvíarnar séu á besta mögulega stað inn í svæðinu.

Það er að mörgu að huga eins og skipaumferð, fiskveiðum, lífríki, ferðamennsku, öðru fiskeldi, dýpi, öldufari, straumum ásamt fleiri þáttum. Þegar búið er að ráðfæra sig við þessa hagsmunaaðila, safna gögnum og niðurstöður rannsókna liggja fyrir eru eldiskvíarnar settar niður á besta mögulega staðinn innan svæðisins.

Það er því ekki svo að allur reiturinn verði fullur af eldiskvíum heldur munu þær einungis þurfa brot af þessu plássi eins og sést á meðfylgjandi mynd.

En það er skiljanlegt að þessi miskilningur komi upp og hugsanlega þurfa fyrirtæki sem vinna að þessari uppbygginu að koma svona hlutum betur á framfæri.

Þorsteinn Másson
Starfsmaður Arnarlax

DEILA