Búið að aflýsa flugi

Búið er að aflýsa öllu flugi hjá Flugfélagi Íslands á landinu í dag. Flug til Nuuk í kvöld klukkan 19.45 er eina flugið sem enn á áætlun. Ofsaveður er víða um land, einkum á vestur og norðvesturlandi. Sterk suðlæg átt, er á landinu öllu, allt að 23 metrar á sekúndu og vindinum fylgir talsverð eða mikil rigning, einkum sunnan og vestanlands fram eftir degi. Þegar líður á daginn verður suðvestan hvassviðri eða stormur og éljagangur. Samkvæmt Veðurstofu Íslands eiga veðurskilin að ganga hratt yfir landið í kvöld og lægja í nótt. Næsti stormur er væntanlegur á sunnudagskvöld.

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálka eða snjóþekja á fjallvegum á Vestfjörðum, óveður og hálka eða hálkublettir á láglendi. Éljagangur er víða. Á Vesturlandi eru sömuleiðis hálkublettir og éljagangur. Óveður er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

brynja@bb.is

DEILA