Bolungarvík greiðir frístundastyrki

Það eru spennandi og flott verkefni sem íbúar Bolungarvíkur geta valið á milli næstu daga. Mynd: SJS.

Á fjárhagsáætlun Bolungarvíkur er gert ráð fyrir að greiða út frístundastyrki til ungmenna fæddra 1997 og síðar í formi frístundakorta sem nýtast geta öllum börnum og unglingum sem eiga lögheimili í Bolungarvík. Styrkur er greiddur út vegna útgjalda sem myndast á almanaksárinu 2017 og getur hann mestur orðið 20.000 krónur á einstakling. Beiðnir um endurgreiðslu eiga að berast á árinu á Bæjarskrifstofu Bolungarvíkur og skila þarf kvittunum á bæjarskrifstofu fyrir greiðslu á þátttökugjöldum vegna íþrótta eða lista til að fá styrk greiddan.

annska@bb.is

DEILA