Af vestfirskum uppruna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Yngsti ráðherrann í nýrri ríkisstjórn Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er Vestfirðingur í báðar ættir. Þórdís er sem lögfræðingur að mennt gegnir nú stöðu ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Hún er fædd og uppalin á Akranesi en ættuð af Vestfjörðum. Móðir hennar, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir, er dóttir Ásgeirs Hannessonar frá Ármúla í Ísafjarðardjúpi og Þórdísar Katarínusardóttur frá Arnadal í Skutulsfirði. Faðir hennar, Gylfi R. Guðmundsson, er sonur Guðmundar Helga Ingólfssonar frá Hnífsdal og Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur frá Ísafirði, sem búsett er í Reykhólasveit.

annska@bb.is

DEILA