Voru gestir á finnska forsetaballinu

Ísfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ár bókmenntaverðlaun Runebergs fyrir bók sína Draumapredikarann. Því fengu þau boð á forsetaballið.

Hulda segir mikinn heiður að fá boð: „Það er mikill heiður að fá boð á Forsetaballið í Höllinni. 6. des er þjóðhátíðardagur finna og þá bjóða forsetahjónin 2000 manns á dansleik. Þar fær þjóðin í beinni útsendingu að fylgjast með þegar gestirnir ganga inn á rauðum dregli í hátíðarklæðnaði, heilsa forsetahjónunum og óska þeim til hamingju með daginn.“ En boðið er sent út í beinni útsendingu í finnska ríkissjónvarpinu.

Eins og oft tíðkast á viðburðum sem þessum er mikið lagt í kjóla og kjólföt, en boðið barst aðeins þremur vikum fyrir dansleikinn og ekki mikill tími til stefnu: „Það gafst ekki mikill tími en ég setti bara í Vestfirðinginn í mér og bretti upp ermarnar og hringdi samdægurs í hönnuðina og sagði þeim að mig vantaði einn kjóll!“

Hulda vildi að kjólinn sýndi Rauma, staðinn sem þau búa á í Finnlandi og Ísland: „Það eru handunnar knypplaðar svartar blúndur úr finnskri hör á öxlum og liggja í boga aftur á bakið. Fatahönnuðirnir eru Laura Hannula og Tarmo Throström knypplmeistari frá Rauma. Ég átti hugmyndina af litunum í pilsfaldinum, ég vildi sum sé eldgoslitina. Hlýir litir sem minna á hraunkvikuna sem re

nnur úr eldfjalli og sameinast köldum litum gefa kjólnum séríslenskan blæ. Ég vildi kjól sem væri listrænn og stæði fyrir Ísland og Rauma.“
Tapip segir ballið hafa verið eins og ævintýri, þau hafi gengið upp rauðan dregil, heilsað forsetahjónunum og svo hafi strengjahljómsveit spilað undir dansleik: „Allt í einu vorum við komin á rauða dregilinn til að heilsa og óska þeim forsetahjónum gleðilegrar hátíðar. Allstaðar var mannmargt og svo var strengjahljómsveit að spila í herberginu uppi. Við Hulda náðum að vera í aðalsalnum þegar dansinn byrjaði og við dönsuðum fjögur lög. Vorum bara eins og í ævintýri og undir kristalsljósum. Við hittum á leiðinni ýmist frægt fólk, eins og oft gerist svona mannfagnaði.“

 

DEILA