Dýrafjarðagöng ekki á fjárlögum

Dýrafjarðargöng

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem nú er til umræðu virðist ekki vera gert ráð fyrir Dýrafjarðargöngum segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Aðeins séu 300 milljónir eyrnamerktar undirbúningi jarðgangagerðar en Dýrafjarðargöng hafa þegar verið boðin út og sjö verktakar vinna nú að tilboðsgerð.

Hann segir að framlög til Vegagerðarinnar hafi lækkað um 100 milljónir króna milli árana 2016 og 2017 sé miðað við fjárlög. En ef miðað er við nýsamþykkta samgönguáætlun, sem vel að merkja var samþykkt einróma á Alþingi, þá vantar rúma 13 milljarða til framkvæmda hjá Vegagerðarinni.

bryndis@bb.is

DEILA