Stjúpupasta

Stjúpa mín sem er einstaklega hæfileikarík í eldhúsinu gaf mér þessa uppskrift einn daginn þegar ég var að vesenast með hvað ég ætlaði að hafa í matinn. Þetta er algjörlega uppskrift að mínu skapi þar sem hún er góð, og tekur enga stund!

Slatti af spagetti
5 ferskir tómatar
1 rauðlaukur
1 búnt fersk steinselja
2 marin hvítlauksrif
Svartar ólífur
Capers
Parmesan
Svartur pipar
Salt
Olía

Á meðan pastað er soðið er fínt að nota tímann og skera niður tómatana, rauðlaukinn, ólífurnar, steinseljuna og hvítlaukinn. Skella þessu öllu í vel stóra skál og blanda saman. Þegar pastað er soðið (mér var kennt að það væri tilbúið með því að kasta því í ísskápin og sjá hvort það festist, skemmtilegra ef börn eru með) skal skella því útí skálina og hræra ! Salta og pipra eftir smekk og sulla svo smá olíu yfir og síðast en ekki síst vel af parmesan.

Ís

Hann heitir ekkert sérstakt þessi og það má setja það sem manni sýnist í hann ! Hversu mikið frelsi er það !

1 líter jurtarjómi
1 vanillustöng
1 dl vatn
125gr. Hrásykur
5 eggjahvítur

Vanillustöngin er soðin í vatninu og sykrinum skellt saman við. Þetta er svo kælt vel, skellum svo hvítunum útí og þeytum vel og vandlega. Rjómin er svo þeyttur og svo er öllum herlegheitunum blandað saman og skellt í gott box og beint í frysti. Verði ykkur að góðu!

Ég skora á Sigríði Huldu Guðbjörnsdóttur og Sigurjón Sveinsson í Bolungarvík að vera næstu sælkerar vikunnar

DEILA